Um sýninguna

Helgina 26. - 28. júní 2015 verður Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ haldin í sjötta sinn. Fyrri sýningar hafa notið mikillar hylli og fjöldi gesta sótt hátíðina heim og notið þess sem í boði var.

Sýningarsvæðið er í alfara leið fyrir ferðamenn, aðeins í um 30 mínútna fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi viðburða verður á sviði garðyrkju, umhverfismála, skógræktar og íslenskrar framleiðslu.

128 Þema sýningarinnar í ár er "Flower power"og mun því hippatímabilið, blómabörnin, ást & friður vera hér alsráðandi og munu blómaskreytar töfra fram skrautlegar skreytingar í þeim anda.

Sýningar, markaðir og fræðsla verða alla sýningardagana.

Sýningin er fjölskyldumiðuð, fólk á öllum aldri ætti að finna eitthvað við sitt hæfi.

Í Hveragerði er gott tjaldsvæði sem verður opið alla dagana.

Gjaldtöku fyrir markaðsbása verður haldið í lágmarki með það að markmiði að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í sýningunni.

Um sýninguna Um sýninguna