Bæjarbúar bjóða heim

skrifað 06. jún 2019

Bæjarbúar bjóða heim – listsýningar og sölur

Opið laugardag

14:00 – 16:00 Velkomin að Bjarkarheiði 12 Jóhann Gunnarsson sýnir Lírukassa sína og leikur fyrir gesti kl. 14, 15 og 16.

14:00 – 16:00 Velkomin að Kambahrauni 35 Gréta Berg opnar vinnustofu sína – hugleiðslusteinar, málverk o.fl. Einnig teiknar Gréta andlitsmyndir af gestum eftir óskum.

12:00 – 17:00 – Opnar vinnustofur í gamla barnaskólanum við Skólamörk Myndlistarfélag Árnessýslu (efri hæð) og Handverk og hugvit undir Hamri (neðri hæð). Fallegir listmunir til sýnis og sölu. Heitt á könnunni.

Opið laugardag og sunnudag

12:00 – 17:00 Velkomin að Þelamörk 40 Sigurbjörg og Laufey eru með bílskúrssölu.

12:00 – 16:00 Velkomin að Heiðmörk 5 Þór Hammer sýnir skrautdúfur og bréfdúfur í garðinum.

12:00 – 17:00 – Opnar vinnustofur í gamla barnaskólanum við Skólamörk Handverk og hugvit undir Hamri (neðri hæð). Fallegir listmunir til sýnis og sölu. Heitt á könnunni.

13:00 – 17:00 Velkomin að Borgarheiði 8V Gyða Jónsdóttir myndhöggvari og Linda Gísladóttir listaspíra verða með skúlptúra, myndverk, leirmuni o.fl. til sýnis og sölu.

13:00 – 17:00 Velkomin að Borgarheiði 15h Erna Guðmundsdóttir er með bílskúrssölu – fallegir munir.

13:00 – 17:00 Velkomin að Hraunbæ 28 Bílskúrssala – margt spennandi í boði.

13:00 – 17:00 Velkomin að Grænumörk 3 Bílsskúrssala – margt spennandi í boði.